Opið hús

Á vordögum er opið hús í leikskólanum sem leikskólinn og foreldrafélagið standa saman að. Foreldrafélagið er með veitingasölu og höfum við boðið fólki að kaupa listaverk barna sinna fyrir 100 kr. og rennur ágóðinn óskertur í foreldrasjóðinn og hafa þessir peningar verið notaðir til þess að færa börnunum gjöf til nota í leikskólanum. Þannig hefur leikskólinn eignast trampólín í salinn, tölvu fyrir eldri deild, forrit, leiktæki o.fl.

Starfsfólkið er gestgjafar þennan dag og tekur á móti börnum og fjölskyldum þeirra og segir frá verkum og vinnu barnanna.