Tilkynningar um fjarveru


Foreldrar eru beðnir um að tilkynna fjarveru barna sinna á tímabilinu frá kl. 8-10 ef nokkur kostur er, hægt er að hringja eða senda okkur skilaboð á Karellen.

Starfsfólk er ekki kallað í síma eða samband gefið á deildir nema áríðandi sé en skilaboð eru tekin og hengd á töflu deildarinnar.
Þetta er gert til þess að mynda samkennd hjá börnunum þ.e. rætt er um það hverjir eru mættir í dag og hverja vantar, t.d. hvort “Sigga sé veik í dag” eða “Jón fór í ferðalag”. Með því upplifa börnin sig mikilvæg í starfi leikskólans.