Innskráning í Karellen

Aðlögun

Þegar barn byrjar í leikskóla er mikilvægt að það gerist smám saman svo barnið verði öruggt í nýju umhverfi og njóti sín sem best. Barnið þarf að kynnast nýjum aðstæðum, nýjum fullorðnum og nýjum börnum. Á aðlögunartímanum eykst öryggi barnsins smám saman og það verður tilbúnara til að vera með í leikskólahópnum. Foreldrar þurfa að áætla sér u.þ.b. vikutíma í aðlögun barnsins. Aðlögunartíminn gefur foreldrum og starfsfólki gott tækifæri til að kynnast. Ennfremur gefur hann foreldrum möguleika á að átta sig á starfsháttum leikskólans. Mikilvægt er að faðir eða móðir séu með barni sínu fyrstu dagana.