Afmæli leikskólabarna
Á hverri deild er til svokallaður afmæliskassi. Í honum leynist ýmislegt skemmtilegt svo sem skemmtilegir myndskreyttir matardiskar sem börnin velja sér til að borða af í matartímum, skikkjur og fleira. Börnin fá að aðstoða við að leggja á borðið og bjóða börnunum að gjöra svo vel að byrja að borða og fleira í þeim dúr. Þau búa sér til kórónu, fá að hafa íslenska fánann hjá sér og allir syngja afmælissönginn fyrir afmælisbarnið.
Ef um heimboð í afmælið að ræða, er þess óskað að það fari ekki í gegnum leikskólann því það getur verið erfitt fyrir þau börn sem ekki fá boðskort. Hins vegar er foreldrum velkomið að fá deildarlista með símanúmerum barnanna á viðkomandi deild.