Innskráning í Karellen
Hvað á að vera í töskunni?

Mikilvægt er að barn sé klætt í samræmi við veðurfar og að það hafi viðeigandi aukafatnað meðferðis. Eins getur starfsemi deildarinnar gert það að verkum að skipta þurfi um föt, t.d. ef barn hellir niður, fær á sig málningu eða er í vatnsleikjum.

Dæmi nauðsynlegan fatnað:


• Nærföt, sokkar, bolur, peysa og buxur
• Regnföt og stígvél ef veðurfar er breytilegt
• Húfa, vettlingar, ullarsokkar


Allt dót og allur fatnaður sem börnin koma með að heiman þarf að vera hreinn og vel merktur.
Einnig viljum við benda foreldrum á að fylgjast reglulega með óskilamunum á viðkomandi deild.
Af hreinlætis ástæðum þarf að taka tösku og fatnað barnsins heim í lok hvers dags.