Innskráning í Karellen

Leikföng að heiman

Öll börnin í leikskólanum eiga eina skúffu á deildinni merkta sér. Þar fá þau að geyma persónulega muni að heiman og höfum við haft það fyrir sið að þau komi með lítið myndaalbúm að heiman með myndum af fjölskyldunni, vinum og öðrum sem tengjast barninu. Börnin mega koma með leikföng að heiman þegar þau hafa þörf fyrir og á það sérstaklega við um yngstu börnin. Varðandi börnin á eldri deildunum er gert ráð fyrir að þessi þörf sé ekki eins mikil en getur þó verið til staðar einstaka sinnum. Þær reglur sem leikskólinn setur eru:

• Koma má með eitt leikfang (ekki fyrirferðamikið)
• Leikfangið má ekki stuðla að stríðsleikjum, s.s. sverð, hnífar, stríðskallar o.þ.h.
• Börnin setja leikfangið í hólfið/skúffuna þegar skipulag deildarinnar krefst þess.
• Ekki er tekin ábyrgð á leikföngum barnanna.