Nýskráning í Karellen
Foreldrar nýrra barna á Hlaðhömrum geta sótt aðgang að kerfi sem heitir Karellen. Best er að setja Karellen appið upp í símana. Í Karellen er bæði hægt að sjá matseðil, viðburðadagatal og upplýsingar um börnin, sem og myndir.
Til þess að komast inn á kerfið eru foreldrar beðnir um að fara inn á my.karellen.is og þar smella á virkja aðgang. Foreldrar þurfa að setja inn sama netfang og þeir hafa gefið upp í fyrsta viðtali. Þar fá þeri svo sent frá karellen lykilorð sem þeir geta síðan breytt að vild. Notendanafnið er kennitala viðkomandi notanda.