Innskráning í Karellen

Ráðgjafar– og sálfræðiþjónusta

“Börn á leikskólaaldri, sem vegna fötlunar, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun, eiga rétt á henni innan leikskólans undir handleiðslu sérfræðinga.”

Telji leikskólinn og/eða forsjáraðilar að barn þarfnist sérstakrar aðstoðar er sálfræðingur starfandi á vegum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Sækja þarf um þá þjónustu á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá sérkennslustjóra.

Sérkennslustjóri/deildarstjóri og forsjáraðilar hafa samráð um hvort unnt sé að leysa málið innan leikskólans og/eða hvort leita skuli leiða hjá ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu.

Allt starfsfólk leikskólans er bundið þagnarskyldu