Reglur varðandi veik börn í leikskólum Mosfellsbæjar
1. Leikskólinn getur ekki tekið á móti veikum og/eða vansvefta börnum.
2. Ef grunur leikur á að barn sé að veikjast eða beri smit á barnið ekki að mæta í leikskólann.
3. Nauðsynlegt er að barnið jafni sig vel af veikindum sínum heima og mæti aftur frískt í leikskólann svo það geti tekið þátt í allri daglegri starfsemi leikskólans úti sem inni.
4. Ef barn veikist eða slasast í leikskólanum ber starfsmanni að láta foreldra vita, sem sækja þá barnið sitt eins fljótt og kostur er.
5. Börnum eru ekki gefin lyf í leikskólanum.
Beri brýna nauðsyn til lyfjagjafar vegna sérstakra ástæðna barns, skal hafa samráð um það við leikskólastjóra og deildarstjóra á deild barnsins.
Ef barn veikist eða slasast í leikskólanum er haft samband eins fljótt og kostur er.