Innskráning í Karellen

Starfsreglur foreldraráðs leikskólans Hlaðhamra

1.gr

Til setu í foreldraráði eru valdir/kosnir þrír einstaklingar úr foreldrahópi leikskólans. Valið er í ráðið að hausti til eins árs í senn. Fulltrúar í ráðinu og starfsreglur þess skulu kynnt á heimasíðu leikskólans. Leikskólastjóri skal upplýsa ráðið um öll þau mál sem snert geta starfsemi skólans. Fundargerðir foreldraráðs verða birtar á heimsíðu leikskólans, öllum foreldrum gefst færi á að koma með athugasemdir /ábendingar. Með því að senda tölvupóst á eitthvað af ofangreindum netföngum og einnig á netfang leiksólans hlad@mos.is

2. gr

Foreldraráð gefur umsagnir til leikskóla og fræðslunefndar,( sbr.lög um leikskóla nr.90/2008), um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfinu svo sem skóladagatali, sumarlokunum og sumarfríi. Auk þess tekur foreldraráð til umfjöllunar ábendingar foreldra.

3. gr

Foreldraráð starfar með leikskólastjóra og skal vera tengiliður við aðra foreldra. Foreldraráð skal viðhafa lýðræðisleg vinnubrögð í samskiptum við foreldra, leikskólastjóra og bæjaryfirvöld. Á Hlaðhömrum hafa einnig allir foreldrar barnanna umsagnarrétt um ágreiningsmál sem koma inn á borð foreldraráðs.

4.gr

Komi upp tilvik sem foreldraráð telur að þarfnist umræðu í öllum foreldrahópnum skal ráðið boða til fundar með foreldrum þar sem málin skulu rædd og lýðræðislegar ákvarðanir teknar. Foreldraráðið fylgir þeim ákvörðunum eftir.