Dagur leikskólans
06. 02. 2023
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins 6. febrúar ár hvert. En á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því kraftmikla starfi sem þar fer fram á degi hverjum.
Í tilefni dagsins komum við saman á Haga þar sem við sungum nokkur lög. Börnin hafa svo verið að vinna verkefni um skólann sinn.