Niðurfelling leikskólagjalda milli jóla og nýárs
08. 12. 2022
Heil og sæl kæru foreldrar
Samkvæmt samþykkt bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 8. desember sl. geta foreldrar fengið niðurfellingu leikskólagjalda á milli jóla og nýárs, kjósi þeir að nýta ekki leikskólaplássið þessa daga. Um er að ræða fjóra daga 27. – til og með 30 desember. Reynslan hefur sýnt að mæting í leikskólann er oftast töluvert minni þessa daga og margir í fríi. Því eru deildir sameinaðar og margir fastir starfsmenn nýta tímann til að taka uppsafnað orlof eða vinnustyttingu.
Með þessu er verið að hugsa um að foreldrar og börn geti fengið að njóta þess að verja meiri tíma saman á þessum frídögum og hvetjum við því sem flesta til þess að nýta sér þetta.
Ekki náðist að útbúa rafrænt umsóknarform fyrir niðurfellingu gjaldanna og foreldrar eru því vinsamlegast beðnir að láta deildastjóra/starfsfólk sinnar deildar vita um mætingu barna sinna þessa daga. Leiðrétting á leikskólagjaldinu kemur til framkvæmda í janúar.