Skráningardagar frá ágúst 2023
08. 08. 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2023 tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með hausti 2023. Það þýðir að á skilgreindum skráningardögum verða foreldrar að skrá börn sín sérstaklega ef þeir hyggjast nýta sér þjónustu leikskólans þá daga.
Foreldrar verða að skrá börnin sín og óska sérstaklega eftir vistun í kringum jól-, páska- og vetrarfrí að hámarki 10 daga yfir árið og eftir kl. 14.00 á föstudögum. Með því er hægt að skipuleggja leikskólastarfið fram í tímann. Gera má ráð fyrir að deildir verði sameinaðar á föstudögum og í lengri fríum verði leikskólar sameinaðir.
Frá 1. ágúst 2023 verða öll börn sjálfkrafa skráð með vistunartíma til klukkan 14:00 á föstudögum.
Þeir sem nauðsynlega þurfa, vinnu sinnar vegna, að nýta þjónustuna eftir kl. 14:00 á föstudögum verða að skrá barn sitt á netfang gudrunhelga@mos.is fyrir kl. 16:30 á fimmtudögum vegna föstudags viku síðar.
Leikskólagjöld falla niður á skráningardögum sem og eftir klukkan 14 á föstudögum nema hjá þeim sem skrá barn sitt sérstaklega í vistun á skráningardögum.